Fara í efni
24.08.2016 Fréttir

Tveir nýir aðstoðarleikskólastjórar hjá Vestmannaeyjabæ

Deildu
Lóa Baldvinsdóttir er ráðin í stöðu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Kirkjugerði. Lóa er leikskólakennari og hefur starfað sem deildarstjóri á Kirkjugerði sl. átta ár. Einn aðili sótti um stöðuna.
 

Þórey Svava Ævarsdóttir er ráðin sem aðstoðarskólastjóri við Víkina. Þórey sem er grunnskólakennari að mennt hefur starfað sem deildarstjóri á Víkinni í þrjú ár og verið hægri hönd leikskólastjóra í fjarveru hans. Tveir sóttu um stöðuna.

 

Kristín Ellertsdóttir gengdi áður stöðu aðstoðarleikskólastjóra.

 

Vestmannaeyjabær þakkar Kristínu fyrir samstarfið og óskar um leið Lóu og Þóreyju til hamingju með starfið.