Fara í efni
07.11.2016 Fréttir

Starfsmaður á skrifstofu og í vinnusal/Endurvinnslu

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildu
 ·         Starfsmaður er þátttakandi í því að skapa starfsfólki aðstöðu til margháttaðra framleiðslustarfa og leitast við að auka færni þess til að takast á við sem flest störf innan vinnustaðarins.

·         Starfsmaður sér um að taka til pantanir og samskipti viðskiptavini.

·         Starfsmaður sér um vinnusal og Endurvinnslu í samráði við forstöðumann.   

·         Starfsmaður sér um útgreiðslu skilagjalds Endurvinnslunnar og skil til bókara á skrifstofu Vestmannaeyjabæjar.                                                                                                                                               

Hæfniskröfur

·         Góð almenn menntun.

·         Hæfni í mannlegum samskiptum.

·         Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.

·         Reynsla af markaðs og sölumálum kostur.

·         Stundvísi, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.

·         Jákvætt viðhorf og sveiganleiki.

·         Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Vestmannaeyjabæjar.

·         Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára.

Frekari upplýsingar um starfið

Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Laun og kjör skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Umsóknareyðublöð má nálgast í þjónustuveri Ráðhúss eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, http://vestmannaeyjar.is , undir stjórnsýsla, eyðublöð og atvinnuumsókn. Umsóknum skal skila í þjónustuver Ráðhúss merkt ,,starfsmaður Heimaey vinnu og hæfingarstöð“

Starfshlutfall

50%

Umsóknarfrestur

18.11.2016

Ráðningarform

Fastráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lísa Njálsdóttir forstöðumaður Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar í tölvupósti lisa@vestmannaeyjar.is eða í síma 4882620