Fara í efni
26.07.2016 Fréttir

Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Deildu
Sú breyting hefur nú orðið á starfsmannahaldi Vestmannaeyjabæjar að Grétar Þór Eyþórsson íþróttakennari mun taka við starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar af Arnsteini Inga.  Ráðningin er til eins árs en báðir óskuðu þeir Grétar og Arnsteinn eftir ársorlofi frá störfum sínum í samræmi við starfsmannreglur Vestmannaeyjabæjar.

Grétar Þór hefur starfað sem íþróttakennari hjá Vestmannaeyjabæ í um 5 ár og þekkja hann flestir sem einn af leikmönnum ÍBV í handbolta. Vestmannaeyjabær býður Grétar velkominn til starfa sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja.