Fara í efni
23.11.2016 Fréttir

Húsaleigubætur - tilkynning

Húsaleigubætur hætta um áramótin hjá sveitarfélögum og færast til ríkisins (Vinnumálastofnun).
Deildu
Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun á vefnum husbot.is:

Sótt er um húsnæðisbætur með því að skrá sig inn á mínar síður. 
Hægt er að sækja um húsnæðisbætur frá og með 21. nóvember 2016 kl. 16:00, en ný lög taka gildi 1. janúar 2017 og fyrsta greiðsla frá og með 1. febrúar 2017.
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði „út í bæ“

Upplýsingar má finna á slóðinni www.husbot.is