Fara í efni
10.10.2016 Fréttir

Auglýsing um skipulag

Deildu
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2 í Vestmannaeyjum.
 
Í tillögunni felst að lóð Kleifa 8 stækkar til austurs og bætt er við nýjum byggingarreit á lóðina. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:1000, dags. 5. Sept. 2016. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 12. okt til 23. nóv 2016. Skipulagsgögn ligga frammi hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál.
 
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðis Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 23. Nóv. 2016.
 
 
 
Skipulagsfulltrúi