Fara í efni
02.08.2016 Fréttir

Aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði

Aðstoðarleikskólastjóri óskast að leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Stjórnunarhlutfall 30%. á móti 70% starfi á deild.  Upplýsingar gefur  Emma H. Sigurgeirsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis.

Deildu
Helstu verkefni og ábyrgð:

·       Vinnur með skólastjóra að stjórnun leikskólans/leikskóladeildarinnar og við framkvæmd og skipulagningu skólastarfsins.

·       Tekur þátt í  faglegri samvinnu leik- og grunnskóla þar sem markmið framtíðarsýnar Vestmannaeyjabæjar eru höfð að leiðarljósi.

 

Hæfniskröfur:

·       Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla í leikskóla.

·       Menntun og reynsla í  stjórnun æskileg.

·       Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

·       Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.

·       Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.

 

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Umsóknir berist Þjónustuvers Ráðhúss, Kirkjuvegi 50, 900 Vestmannaeyjar merkt „Aðstoðarleikskólastjóri Kirkjugerði“.

 

Laun eru skv. kjarasamningi  Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.