Til að skrá sig inn á island.is er byrjað á því að fara inn á mínar síður. Þar er val um innskráningu með rafrænu skilríki, skilríki í síma eða íslykli sem sótt er um á vefsíðunni http://www.island.is/islykill. Álagningaseðilinn má finna undir linknum pósthólf.
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af gjöldunum ef greitt er fyrir 8. febrúar n.k. Þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Landsbankanum nr. 0185-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins í síma 488-2000.
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Niðurfellingin nær til alls fasteignaskatts en sem fyrr verða áfram greidd þjónustugjöld af eignunum. Ekki verður þörf á að sækja um niðurfellinguna heldur kemur hún sjálfvirkt inn við álagningu gjaldanna.