Fara í efni
08.03.2016 Fréttir

Starfslaun bæjarlistamanns 2016

 Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2016.
Deildu
 

-          Starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja má veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum.  

-          Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu.

Umsóknarfrestur er til og með 8.apríl 2016.  Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og úthlutar á sumardaginn fyrsta þann 21.apríl nk.  Umsóknum skal skila á neðangreint netfang eða í Ráðhús Vestmannaeyja, og skulu þær vera í samræmi við framangreindar reglur.

Nánari upplýsingar veita Margrét Ingólfsdóttir (margret@vestmannaeyjar.is) eða í síma 4882000.

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar