Um er að ræða tvö sölusvæði:
Svæði A: þrjú leyfi við Básaskersbryggju
Svæði B: tvö leyfi við Skipasand
Við afhendingu umsóknar skal umsækjandi tilgreina staðsetningu, tímabil og þá skal fylgja mynd af söluvagni/bás ásamt tækniupplýsingum.
Umsóknum skal skila skriflega, til Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 28. janúar 2016.
VIGTARTORG
Vestmannaeyjabær mun í sumar leigja út fjóra sölubása á Vigtartorgi fyrir ýmiskonar markaði, vörukynningar o.fl. Hægt er að senda inn umsóknir og fyrirspurnir á veffangið bygg@vestmannaeyjar.is
Gjald samkvæmt gjaldskrá samþykktar.
AUGLÝSINGASKILTI
Að gefnu tilefni er eigendum verslana og veitingahúsa bent á að lausaskilti sem auglýsa þjónustu, vörur og opnunartíma starfsstöðvar er aðeins heimilt að setja upp á eigin lóð eða við aðalinngang nema að fengnu leyfi Umhverfis- og skipulagsráðs. Lausaskilti skulu aðeins standa úti á opnunartíma startsstöðvar og skal stærð þeirra vera innan við 1 m2. Staðsetja skal lausaskilti þannig að umferð vegfaranda sé greið og hindrunarlaus.
Skipulagsfulltrúi