Fara í efni
07.06.2016 Fréttir

Starfsmannastjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu starfsmannastjóra. Starfsmannastjóri hefur yfirumsjón og eftirlit með launa- og mannauðsmálum Vestmannaeyjabæjar í samvinnu við framkvæmdastjóra sviðanna.
 
 
Deildu
Starfsmannastjóri sinnir alhliða ráðgjöf um mannauðsmál til stjórnenda og starfsfólks. Hann stýrir stefnumótandi verkefnum eins og gerð og eftirfylgni við mannauðsstefnu, velferðastefnu og starfsmannahandbókar. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á og sér um að tímaskráningarkerfið sé nýtt á réttan máta. Starfsmannastjóri hefur yfirumsjón með kjarasamningum, launakerfum og launakeyrslum í samvinnu við launadeild.
Æskilegt að viðkomandi hafi góða reynslu af stjórnun.  Skilyrði er að viðkomandi hafi góða og lipra þjónustulund sem og færni í mannlegum samskiptum.  
Þekking á Navision bókhalds- og launakerfinu og tímaskráningakerfinu Vinnustund er æskileg.  
 
Laun skv. kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar gefur Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 488-2000 eða á netfangið rut@vestmannaeyjar.is.

Umsóknum skal skilað fyrir 1. júlí n.k. í Ráðhús Vestmannaeyja, Kirkjuvegi 50, 900 Vestmannaeyjum merkt starfsmannastjóri Vestmannaeyjabæjar.  Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið rut@vestmannaeyjar.is