Starfsmannastjóri sinnir alhliða ráðgjöf um mannauðsmál til stjórnenda og starfsfólks. Hann stýrir stefnumótandi verkefnum eins og gerð og eftirfylgni við mannauðsstefnu, velferðastefnu og starfsmannahandbókar. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á og sér um að tímaskráningarkerfið sé nýtt á réttan máta. Starfsmannastjóri hefur yfirumsjón með kjarasamningum, launakerfum og launakeyrslum í samvinnu við launadeild.
Æskilegt að viðkomandi hafi góða reynslu af stjórnun. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða og lipra þjónustulund sem og færni í mannlegum samskiptum.
Þekking á Navision bókhalds- og launakerfinu og tímaskráningakerfinu Vinnustund er æskileg.
Æskilegt að viðkomandi hafi góða reynslu af stjórnun. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða og lipra þjónustulund sem og færni í mannlegum samskiptum.
Þekking á Navision bókhalds- og launakerfinu og tímaskráningakerfinu Vinnustund er æskileg.
Laun skv. kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar gefur Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 488-2000 eða á netfangið rut@vestmannaeyjar.is.
Nánari upplýsingar gefur Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 488-2000 eða á netfangið rut@vestmannaeyjar.is.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. júlí n.k. í Ráðhús Vestmannaeyja, Kirkjuvegi 50, 900 Vestmannaeyjum merkt starfsmannastjóri Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið rut@vestmannaeyjar.is