Fara í efni
11.05.2016 Fréttir

Sumarstörf á Hraunbúðum

Óskum eftir starfsmanni í 50 % afleysingar í ræstingar á Hraunbúðum. Unnið er fyrrihluta dags og eina helgi í mánuði. Mikilvægt að viðkomandi sé samviskusamur og fær í samvinnu með öðrum.
 
 
Deildu
Einnig vantar starfsmann í 50 % afleysingar eftir hádegi á föndurstofu og dagdvöl Hraunbúða. Góð samskiptahæfni áskilin og æskilegt að viðkomandi hafi kunnáttu í hannyrðum og föndri.
Nálgast má umsóknareyðublöð í þjónustuveri í Ráðhúsinu eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í málefnum aldraðra á solrun@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2602/860-1030