Fara í efni
14.04.2016 Fréttir

Tækniteiknari

Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar óskar eftir starfsmanni í stöðu tækniteiknara.
Starfssvið tækniteiknara er m.a. að halda utan um kortagrunna sveitarfélagsins, uppfærslur og innmælingar, samræming teikninga, lóðamerkja og landa. Eftirlit og eftirfylgni ásamt fleiri störfum.
 
 
 
Deildu
 Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í notkun Microstation kerfa. Góð tölvukunnátta er skilyrði.
Í boði er fjölbreytt starf á lifandi vinnustað.
Starfsstöð er hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Skildingavegi 5 í Vestmannaeyjum. Hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði starfa 6 starfsmenn sem hafa umsjón með tæknimálum sveitarfélagsins, viðhaldi og eftirliti fasteigna og framkvæmda ásamt stoðþjónustu við aðrar stofnanir Vestmannaeyjabæjar.
Laun eru skv. kjarasamningi STAVEY og launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri í netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2530
 
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2016 og skal skila umóknum á netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is