Deildarstjóri ber ábyrgð á fagsviði málaflokks fatlaðs fólks í samráði við framkvæmdastjóra sviðs. Hann gegnir einnig stöðu forstöðumanns í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöðvar. Deildarstjóri hefur umsjón með atvinnumálum fatlaðs fólks auk þess sem hann situr í fagteymi tengdu þjónustu við fatlað fólk á heimili sínum og í þjónustuhópi fatlaðs fólks (eldri).
Óskað er eftir starfsmanni með menntun á félags- og uppeldissviði og með reynslu af störfum með fötluðu fólki. Krafa er gerð um hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileika.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs á jonp@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2016.
Umsækjendur eru beðnir um að skila umsóknum til Þjónustuvers Ráðhúss merkt „Deildarstjóri Heimaey“. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Vestmannaeyjabær