Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 9. júní til 21. júlí 2016. Skipulagsgögn ligga frammi í safnahúsi Ráðshúströð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is, undir: Skipulagsmál.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis- og framkvæmdasviðis Skildingavegi 5, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is, eigi síðar en 21. júlí 2016.
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5.