Félagsmiðstöðin Rauðagerði er fyrir börn á aldrinum 13-16 ára þar sem stuðla er að jákvæðum þroska ungs fólks og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Forstöðumaður ber ábyrgð á faglegu starfi félagsmiðstöðvarinnar, starfsmannamálum og rekstri. Starfsemin er að mestu leiti á kvöldin og tvo daga seinni part dags.
Laun og kjör skv. kjarasamningi STAVEY.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488 2000 eða jonp@vestmannaeyja.is.
Umsóknafrestur er til 5. ágúst 2016.
Umsækjendur eru beðnir um að skila umsóknum til Þjónustuvers Ráðhúss merkt „Forstaða Féló“. Með umsókn þarf að fylgja upplýsingar um umsækjanda, starfsferilsskrá, sakavottorð og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.