Tvær að ráðgjöfum Ráðríks ehf. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir komu til Vestmannaeyja og voru þar í tvo daga til að afla gagna og eiga fundi með hagsmunaaðilum í Eyjum.
Skýrslan er tilbúin og hefur þegar verið ítarlega kynnt af starfsmönnum Ráðríks ehf. fræðsluráði, bæjarstjórn, skólaskrifstofu og stjórnendum og kennurum GRV.
Í úttektarskýrslunni eru atriði listuð upp sem geta leitt til umbóta í skólastarfi og eru þannig líkleg til að efla nemendur og árangur þeirra í starfi. Fræðsluráð hefur þegar myndað stýrihóp sem hefur það hlutverk að fylgja skýrslunni eftir.
Stýrihópinn skipa Trausti Hjaltason formaður fræðsluráðs, Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður og Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-lista í fræðsluráði. Hópurinn mun kalla til helstu hagsmunaaðila til að eiga samtal um mögulega lausnir og frekari úrbætur.
Stýrihópurinn starfar út næsta skólaár 2016-2017 og mun fræðsluráð fjalla um störf stýrihópsins og tillögur þegar tilefni gefst til.
Hægt er að nálgast umrædda skýrslu hér