Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að neyta forkaupsréttar, í samræmi við 12. gr. laga nr. 116/2006, að skipinu Portlandi VE 97 (skipaskrárnúmer 0219) ásamt öllu því sem fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og aflamarki og veiðarfærabúnaði allt í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð og fylgigögn.
Hópur ungra stúlkna frá leikskólanum Sóla kom í heimsókn í Ráðhúsið til að láta bæjarstjóra vita af leiðinlegu skemmdarverki á gæsluvellinum Strönd. Einhver óþekkur aðili hafði spreyjað á rúður þar og valdið þannig skemmdum á húsnæðinu.
Vestmannaeyjabær auglýsir tvær lóðir lausar til umsóknar á hafnarsvæði H-2, Eiði. Lóðirnar eru nr. 3 og 5 við Kleifar og eru skv. deiliskipulagi fyrir hafnsækina starfsemi.
Fjöldi listsýninga, ný heimildarmynd, fjölbreytt barna- og fjölskyldudagskrá, sögur og frásagnir, Vestmannaeyjahlaupið, nýtt kvöldskemmtunarsvæði og goslokalag eftir Bjartmar.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fram fari íbúakönnun um byggingu hótels við Hástein og fer könnunin fram 21.-22. maí nk. Til að nýta atkvæðarétt sinn eru tvær leiðir í boði.
Laugardaginn 11. maí n.k. frá kl 10.00 til kl. 12.00 verður hinn árlegi hreinsunardagur haldinn á Heimaey. Félagasamtök í Vestmannaeyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur þetta gengið mjög vel. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Félagasamtökum er úthlutað svæðum sem þau síðan hreinsa.
Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu skólastjóra við Grunnskóla Vestmannaeyja lausa til umsóknar. Leitað er eftir leiðtoga með góða færni í mannlegum samskiptum, menntun og reynslu sem nýst getur til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í bæjarfélaginu.
Kjörskrá mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu frá og með 17. apríl til og með föstudagsins 26. apríl á almennum skrifstofutíma.
Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2013. Samkvæmt úthlutunarreglum frá 24. Nóvember 2011.