Tólf nemendur úr 7. bekkjunum lásu texta og ljóð. Þrír þeirra voru valdir til að keppa við jafnaldra sína á Suðurlandi í næsta mánuði. Þau þrjú sem fara eru Birta Birgisdóttir, Grétar Þór Sindrason og Sara Renee Griffin. Allir nemendurnir, bæði þeir sem lásu sem og bekkjarfélagarnir sem á hlýddu, voru foreldrum sínum og skólanum til mikils sóma fyrir góðan upplestur og prúðmannlega framkomu. Fjölskyldu- og fræðslusvið sendir Ingimari í Vöruval miklar þakkir fyrir sendingu af ferskum ávöxtum, sem gestir hátíðarinnar gerðu góð skil. Einni fá dómararnir, sem höfðu það erfiða verkefni að velja þrjá nemendur úr hópnum,
bestu þakkir, sem og Leikfélag Vestmannaeyja sem opnar Bæjarleikhúsið fyrir Upplestrarkeppninni á hverju ári.
Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja