Fara í efni
23.05.2013 Fréttir

Þátttaka með því meira sem sést hefur í íbúakönnunum

Vestmannaeyjabær vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í íbúakönnun um hótel við Hástein. Alls voru greidd 1041 atkvæði og var þátttakan því um 33%. 

Deildu
Spurningin á atkvæðaseðlinum var eftirfarandi: "Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingaleyfi fyrir hótel það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni?" og voru svarmöguleikarnir "Já" og "Nei". 

Niðurstaða könnunarinnar var með þeim hætti að 44% sögðu já, og 56% sögðu nei. 

Íbúakönnunin var ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og mun bæjarstjórn nú taka sér tíma til þess að fara yfir málið með niðurstöðu könnunarinnar að leiðarljósi. 

Jafnframt verður fundað með lóðarumsækendum og þeim gerð grein fyrir niðurstöðu íbúakönnunarinnar og kannaður vilji þeirra til frekari samvinnu.

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri