Fara í efni
31.05.2013 Fréttir

Sjómannadagurinn 2013

Dagskrá
Deildu
Föstudagur 31. maí 
Kl 07:00. Opna sjóaramótið í golfi. Skráning á www.golf.is, í Golfskálanum 481-2363 og á golf@eyjar.is Fyrirspurnir til Harðar Orra, hog@isfelag.is.
Kl 14:00 Knattspyrnumót áhafna í Eimskipshöllinni. Skráning í síma 695-2181.
Kl. 17:00 Myndlist og hönnun í Einarsstofu. Guðlaug Ólafsdóttir, Sísí Hansen og Viktoría Pettypiece opna sýningu á skartgripum og málverkum. Á sama tíma verður opnaður þar Risabókamarkaður, allar bækur á 50-100 kr.
Kl 22:00 Addi Johnsen ásamt félögum í Akóges.
Kl 22:30 Skonrokk í Höllinni. Tyrkja-Gudda stígur á stokk. 
 
Laugardagur 1. júní
Kl. 13:00 Sjómannafjör á Vigtartorgi // Kappróður, koddaslagur, karalokahlaup og rólan // Keppni milli löndunargengja í karastöflun og lyftararalli // Halli Geir stendur fyrir keppni í sjómanni // Fyrstu þrír, sem leggja kallinn, fá frímiða á ballið // Einstaklingskeppni á róðrarvél 500 metrar. // Til heiðurs Gilla Foster. Þrír bestu tímarnir fá frímiða á ballið // Raggi togari og Gústi Halldórs keppa í pelastikk // Hljómleikar á Vigtartorgi, Made in China // Mumma Fúsa gengið á brettum og hjólum // Leikfélagið á staðnum // Flossala hjá Fimleikafélaginu. // Poppsala hjá sundfélaginu // Kári Fúsa mætir með Eyjapeyjann // Pensím kynning. // Ribsafari með ódýrar ferðir ef Siglingastofnun leyfir.
 
Hátíðarsamkoma í Höllinni.
Kl 19:30 Höllin opnuð.
Kl 20:00 Hátíðarkvöldverður að hætti Einsa kalda. Kvöldskemmtunin verður stútfull af tónlist, þar sem Eyjalögin og sjómannalögin verða í flutningi okkar besta listafólks. Alexander Jarl // Sunna // Silja Elsabet // Tóti Óla // Jarl // Fannar ásamt hljómsveit hússins flytja öll bestu Eyjalögin. Sérstakir gestir Eyþór Ingi og Ingi Valur. Dans á rósum tekur sérstaka sjómannalagasyrpu í tilefni dagsins Dansleikur með Dans á rósum ásamt Eurovisionstjörnunni Eyþóri Inga // Matur, skemmtun og ball kr. 9.500 / Ball kr. 2.800. Miða- og borðapantanir eru hjá Dadda í síma 896-6818 eða á daddi@hollin.is.
 
Sunnudagur 2. júní
Kl. 10:00 Fánar dregnir að húni.
Kl. 13:00 Sjómannamessa í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestur. Kór Landakirkju syngur, organisti og stjórnandi Kitty Kovács. Eftir messu. Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveitin leikur. Harpa Gísladóttir og Berglind Kristjánsdóttir leggja blómsveig frá sjómannadagsráði og bæjarbúum við minnisvarðann. Ræðumaður: Snorri Óskarsson.
Kl. 15:00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Ásmundur Friðriksson flytur hátíðarræðu. Snorri Óskarsson heiðrar sjómenn. Verðlaunaafhending. Leikfélagið. Hoppukastalar. Fimleikafélagið með flos. Sundfélagið með poppsölu. Kári Fúsa mætir með Eyjapeyjann.
Kl. 17:00 ÍBV - Fylkir á Hásteinsvelli. Allir á völlinn, áfram ÍBV.
 
Í Akóges.
Málverkasýning. Listakonurnar Guðmunda Kristinsdóttir, Lilja Bragadóttir og Rannveig Tryggva-dóttir sýna. Opnun kl 18 á fimmtudag 30. maí. Léttar veitingar í boði. Opið laugardag og sunnudag frá 13-19.
 
Kaffi Varmó.
Félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja verða með sölusýningu til styrktar sjómannsekkju í Eyjum. Opið alla helgina.
 
Sjómannadagsblaðið verður selt af 4. fl. ÍBV karla fyrir utan Krónuna og Vínbúðina á föstudag og á Vigtartorgi á laugardag. Frá og með sunnudeginum fæst það svo í Skýlinu, Kletti, Olís og í Toppnum.
Eykyndill verður með sjómannadagsmerkin til sölu víða um bæinn.