Fara í efni
29.05.2013 Fréttir

Heimsókn blómarósa frá leikskólanum Sóla

Hópur ungra stúlkna frá leikskólanum Sóla kom í heimsókn í Ráðhúsið til að láta bæjarstjóra vita af leiðinlegu skemmdarverki á gæsluvellinum Strönd. Einhver óþekkur aðili hafði spreyjað á rúður þar og valdið þannig skemmdum á húsnæðinu.
Deildu
Ungu stúlkurnar voru miður sín og vildu ræða málið við bæjarstjórann. Bæjarstjóri var því miður ekki í húsinu en erindið var rætt við aðra starfsmenn Ráðhússins. Þeir lofuðu að láta bæjarstjórann vita og að reynt yrði að laga skemmdirnar sem fyrst. Það er ánægjulegt að vita að þarna eru ábyrgir bæjarbúar á ferð sem annt er um umhverfi sitt og eignir. Vestmannaeyjabær vill þakka þessum ungu stúlkum fyrir þeirra framlag og hvetur aðra bæjarbúa að taka þær sér til fyrirmyndar. Förum vel með eignir okkar og umhverfi.