Fara í efni
04.02.2013 Fréttir

Nýtt hjá bæjarstjórn

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur nú tekið upp þann sið að formenn fagráða flytja stefnumótun ársins á fyrstu tveimur bæjarstjórnarfundum ársins.  
Deildu
 Á seinasta fundi riðu þeir Gunnlaugur Grettisson formaður Umhverfis- og skipulagsráðs og Páll Marvin Jónsson formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs á vaðið.  Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir.  Aðspurður um málið sagði Gunnlaugur Grettisson sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar að mikilvægt væri að leita nýrra leiða til greiða leið almennings að upplýsingum um málefni Vestmannaeyjabæjar.  „Á seinustu árum höfum við orðið vör við að bæjarbúar eru farnir að kalla eftir öðru og greiðara aðgengi að upplýsingum.  Stóru sveitarfélögin eins og á höfuðborgarsvæðinu búa þannig að fjölmiðlar gera þeim gjarnan nokkuð góð skil.   Hér í Eyjum búum við svo vel að eiga öfluga héraðsfréttamiðla sem stenda sig afbragðs vel í miðlun og úrvinnslu upplýsinga auk þess sem Útvarp Vestmannaeyjar sendir alla bæjarstjórnarfundi út í beinni útsendingu í útvarpi en það eitt dugar ekki lengur.  Fólk vill upplýsingar beint af fundum og um ákveðin málefni vill það milliliðalausa umfjöllun.  Stjórnmálamenn og bæjarfélög þurfa að reyna að laga sig að þessari kröfu“  Gunnlaugur sagði að til þess að mæta þessu verði meðal annars lög aukin áhersla á vandaða og undirbúna framsögn um ákveðin málefni.  Eftir því sem kostur er verður síðan reynt að miðla efni með hljóði og mynd í gegnum vefinn.

 

Framsaga formanns Fjölskyldu- og tómstundaráðs: Páll Marvin Jónsson - framsaga

Framsaga formanns Umhverfis- og skipulagsráðs: Gunnlaugur Grettisson - framsaga