Fara í efni
16.05.2013 Fréttir

Dagskrá Goslokahátíðar 2013 langt á veg komin

Fjöldi listsýninga, ný heimildarmynd, fjölbreytt barna- og fjölskyldudagskrá, sögur og frásagnir, Vestmannaeyjahlaupið, nýtt kvöldskemmtunarsvæði og goslokalag eftir Bjartmar.

Deildu
Það styttist í að menn fái að heyra goslokalag Bjartmars «Leiðin heim»  og svo  ætlar hann  líka að sýna málverk sín  á hátíðinni.   Selma Ragnarsdóttir er  með í vinnslu óvenjulega tískusýningu  og myndlistarkonan Hulda Hákon  sýnir verk sín ásamt fjölmörgum öðrum frábærum listviðburðum.


Nýbreytni að þessu sinni verður sú að hátíðarsvæði kvölddagskrár á laugardagskvöldinu  verður færð úr Skvísusundi yfir á svæðið á bak við Magnahúsið. Pipphúsið verður þó áfram á sínum stað.

Þetta verður margra daga dagskrá, sem hefst á miðvikudeginum, en formleg setning hátíðarinnar verður á föstudeginum á Stakkó.  Þá verður einnig opnuð sýning til minningar um Noregsför ungmenna frá Eyjum sumarið 1973.  Þeir sem eiga minningar og minjagripi frá þeirri ferð eru beðnir um að vera í sambandi við goslokanefnd. Aðrir sem hafa innlegg í dagskrána eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst í síma 488-2000 eða við kristin@vestmannaeyjar.is   Gert er ráð fyrir að endanleg dagskrá verði tilbúin í byrjun júní.

Goslokanefnd