Bæjarráð fól bæjarstjóra að gefa útgerðaraðilum, sem heimilisfesti eiga í Vestmannaeyjum, kost á að kaupa skipið í samræmi við 12. gr. laga nr. 116/2006.
Þeim sem áhuga hafa á að kaupa framangreindar eignir er bent á að hafa samband við Helga Bragason, hrl í síma 4881600 eða á netfangið hb@eyjar.is fyrir kl. 11.00 föstudaginn 31. maí 2013.
30.05.2013
Auglýst eftir samstarfi um kaup á útgerð
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að neyta forkaupsréttar, í samræmi við 12. gr. laga nr. 116/2006, að skipinu Portlandi VE 97 (skipaskrárnúmer 0219) ásamt öllu því sem fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og aflamarki og veiðarfærabúnaði allt í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð og fylgigögn.