Fundargerð bæjarráðs nr. 3126.
Vegna bilunar í upplýsingakerfum, birtist fundargerð bæjarráðs nr. 3126 með þessum hætti.

Vegna bilunar í upplýsingakerfum, birtist fundargerð bæjarráðs nr. 3126 með þessum hætti.

Sumarfjörið verður á sínum stað í sumar á bilinu 15. júní – 24. júlí fyrir börn fædd 2010-2013.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði AT-1 sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir launafulltrúa á launadeild bæjarins til afleysingar í eitt ár.

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.

Þjónustuíbúðir við Vestmannabraut 58b voru vígðar 5. maí 1990 og hafa því verið til staðar í 30 ár.

Grunnskóli Vestmannaeyja óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 70% starf. Starfsstöð er Barnaskóli.

Um er að ræða 100% stöðu í Hamarsskóla. Staðan er til afleysinga í eitt ár.

Allir hafa náð bata í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita enn 105 og ekkert smit greinst síðan 20. apríl, 8 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Nú hefur Kolbrún Anna Rúnarsdóttir tekið við stöðu deildarstjóra í stuðningsþjónustu/heimaþjónustu Vestmannaeyjabæjar og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.


Á morgun mánudaginn , þann 4. maí, verður hluta af samkomubanni stjórnvalda aflétt og ákveðinni starfsemi stofnana og fyrirtækja gert heimilt að hefjast að nýju að uppfylltum reglum um sóttvarnir, fjölda- og fjarlægðarmörk.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 verður tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs og að rekstur bæjarins hefur gengið vel.

Allt frá árinu 1923 hefur 1. maí verið helgaður kröfu verkalýðshreyfingarinnar um bætt kjör og meira jafnrétti. Það er í anda þeirra sérstöku tíma sem við sem samfélag erum að fara í gegnum að óheimilt verður að sýna samstöðu í verki með kröfugöngu að þessu sinni.

Matreiðslumann eða Matartækni vantar til vinnu í sumar í mötuneyti á Dvalar og Hjúkrunarheimilið Hraunbúðir.

Félagsmiðstöðin Rauðagerði opnar á nýjum stað næstkomandi mánudag, á Strandvegi 50.



Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Vestmannaeyjabæjar.

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan fyrir viku og eru enn samtals 105 einstaklingar sem hafa greinst með staðfest smit. Þá er það einkar ánægjulegt að 103 hafa náð bata og því aðeins 2 í einangrun. Þá eru 10 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða sérkennsluráðgjafa leikskóla í 90% starf.

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa grunnskóla í 70% starf.

Vestmannaeyjabær hvetur alla til að taka þátt í plokkdeginum, en hver og einn gerir það sem hann vill, þegar hann vill.

Enn eru staðfest smit í Vestmannaeyjum 105 og gleðilegt er að 101 einstaklingur hefur náð bata og því aðeins 4 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan 17.03.2020. Þá eru 11 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Almenn hátíðarhöld í Vestmannaeyjabæ voru felld niður á sumardaginn fyrsta út af Covid 19 og samkomubanninu. Vestmannaeyjabær ákvað engu að síður að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilinu og á sjúkradeildinni upp á smá gleði og söng í tilefni þess að sumarið er komið og bjartari tíð er framundan. Var þetta gert í samstarfi við þá aðila sem komu fram og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

Kæru Vestmannaeyingar
Í byrjun vikunnar féllu úr gildi þær hertu aðgerðir sem gripið var til hér í Eyjum, umfram það sem gert er á landsvísu. Við fylgjum nú sömu línu og gildir fyrir mestallt landið. Hópamyndanir miðast nú við 20 en ekki 10 eins og var.

Á 244. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs þann 21. apríl sl. var rætt um leikvelli í íbúðahverfum og áætlun um endurbætur og uppbyggingu á þeim.

Verður haldinn á Degi umhverfisins 25. apríl nk. en markmiðið er að fólk fari og týni rusl á víðavangi.

Síðdegis í dag bættist við eitt staðfest smit og er heildarfjöldi staðfestra smita í Vestmannaeyjum því orðinn 105. Aðilinn var ekki í sóttkví en möguleg tengsl eru við þekkt smit.

Þar sem enn er í gildi samkomubann vegna veiruógnar hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að fella niður hátíðarhöld í tilefni af sumardeginum fyrsta þann 23. apríl nk.