Ákveðið hefur verið að starfsemi stofnana bæjarins verði með hefðbundnum hætti og starfsfólk mæti til vinnu á sínum starfstöðvum sínum. Leik- og grunnskólahald verður með hefðbundnum hætti, söfnin verða opnuð, en Íþróttamiðstöðin verður áfram lokuð almenningi. Afgreiðsla bæjarskrifstofanna verður opin á dagvinnutíma.
Byrjað verður að létta á heimsóknabanni á Hraunbúðum og Sambýlinu.
Stofnanir bæjarins munu sjálfar kynna nánar opnunartíma og fyrirkomulag hlutaðeigandi starfsemi frá og með 4. maí nk.
03.05.2020
Breytingar á samkomubanni
Á morgun mánudaginn , þann 4. maí, verður hluta af samkomubanni stjórnvalda aflétt og ákveðinni starfsemi stofnana og fyrirtækja gert heimilt að hefjast að nýju að uppfylltum reglum um sóttvarnir, fjölda- og fjarlægðarmörk.
