Fara í efni
06.05.2020 Fréttir

Launafulltrúi á launadeild Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir launafulltrúa á launadeild bæjarins til afleysingar í eitt ár. 

Deildu

Um er að ræða 80% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf þann 1. júní nk. Launafulltrúi annast ásamt deildarstjóra launadeildar umsjón launavinnslu og eftirlit með framkvæmd kjarasamninga.

Helstu verkefni:

- Launavinnsla, útreikningur, skráning og frágangur launa.

- Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa

- Umsjón með Vinnustund, viðveru- og fjarveruskráningu starfsfólks

- Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila.

- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga.

- Samráð og ráðgjöf til stjórnenda á sviði kjaramála, þ.m.t. þátttaka í undrbúningi launaáætlana

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Menntun sem nýtist í starfi er kostur.

- Þekking á kerfum sem tengjast launavinnslu er kostur (t.d. Navision, Oracle eða annarra sambærilegra kerfa).

- Þekking á kjarasamingum er kostur

- Góð tölvukunnátta

- Kunnátta og færni í Excel og Word

- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samsktipum

Nánari upplýsingar um starfið:

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri launadeildar í síma 488-2000 eða á netfangið: eyrun@vestmannaeyjar.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og launanefndar sveitarfélaga.

Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal skila til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 3, 900 Vestmannaeyjum og merkja „launafulltrúi á launadeild Vestmannaeyjabæjar“. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí nk.