Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og
er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla
v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.
Hæfnikröfur:
Viðkomandi þarf að hafa þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi, þekking og reynsla af starfi með föluðum börnum er kostur.
Frumkvæði og sjálfstæði, skipulög og fagleg vinnubrögð og góð samskiptahæfni er kostur.
Þroskaþjálfi hefur það verksvið að sinna nemendum sem eru með þroskafrávik, fötlun eða önnur sértæk vandamál. Hann sér um skipulagningu og undirbúning þjónustu sem þessir nemendur þarfnast.
Helstu verkefni:
· Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og aðra kennara.
· Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
· Hefur samstarf við foreldra í samráði við umsjónarkennara.
· Situr starfsmanna, - kennara, -deildarafundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.
· Situr teymisfundi hjá nemendum sem hann hefur umsjón með.
· Veitir nemendum umönnun og aðstoð við persónulega þætti innan skólans ef við á.
· Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 17. ágúst næstkomandi. Umsókn sendist á annaros@grv.is Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf til kennslu auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí
2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri
í síma 488-2202 eða á annaros@grv.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
