Fara í efni
25.04.2020 Fréttir

Stóri plokkdagurinn laugardaginn 25.apríl 2020

Vestmannaeyjabær hvetur alla til að taka þátt í plokkdeginum, en hver og einn gerir það sem hann vill, þegar hann vill.

Deildu

Ef þið týnið mikið af rusli og viljið ekki burðast með það er hægt að skilja eftir poka í vegkanti á áberandi stöðum og menn frá Vestmannaeyjabæ fara á mánudaginn og hirða það upp. Einnig er hægt að láta vita hvar pokar/rusl var skilið eftir, í síma 488-2500 á mánudaginn.

Áhaldahúsið er lokað vegna ástandsins en það verður sett pokarúlla fyrir utan húsið þannig að fólk geti sótt sér poka.

Hægt er að sjá innlegg um svæði sem fólk ætlar að plokka á Facebook síðu hópsins Eyjaplokk / poki af rusli og þar er einnig hægt að birta myndir af góðum verkum.

https://www.facebook.com/groups/269841793473041