Fara í efni
05.05.2020 Fréttir

Grunnskóli Vestmannaeyja - GRV

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.

Deildu

Við Grunnskóla Vestmannaeyja eru laus eftirfarandi staða fyrir skólaárið 2020-2021.

Íþróttakennari, 70 – 90% starfshlutfall

Hæfnikröfur:

Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf sem grunnskólakennari, vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Helstu verkefni:

  • Sinnir íþrótta –og sundkennslu á öllum stigum.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Skipuleggur kennslu sína í samræmi við markmið Aðalnámskrár og stefnu skólans og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni.
    • Beitir fjölbreyttum kennsluaðferðum til að tryggja árangur nemenda
  • Færir einkunnir, umsagnir og mætingu inn í Mentor eftir því sem við á.
  • Tekur þátt í samstarfi við aðra kennara.
  • Situr starfsmannafundi, kennarafundi, deildarfundi, fagfundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að faggreinakennari taki þátt í.
  • Leysir úr vandamálum sem upp kunna að koma hjá nemendum.
  • Er í góðu sambandi við umsjónarkennara nemenda.
  • Íþróttakennari hefur samband við foreldra, í samráði við umsjónarkennara.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 17. ágúst næstkomandi. Umsókn sendist á annaros@grv.is Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf til kennslu auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Launakjör eru greidd samkvæmt kjarasamningi KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri í síma 488-2202 eða á annaros@grv.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.