Þessi ör-útgáfa af sumardagsskemmtun fór fram fyrir utan glugga matsalar Hraunbúða, á pallinum við austurenda hússins og fyrir utan heilbrigðisstofnunina og var því þrítekin í ljósi aðstæðna.
Dagsskráin var á þá leið að bæjarstjóri ávarpaði fólk með óskum um gleðilegt sumar, séra Viðar Stefánsson flutti hugvekju og Stuðlarnir fluttu nokkur vel valin lög sem minna á sumarið. Félagar úr Skátafélaginu Faxa stóðu heiðursvörð um samkomuna.
Það var ekki annað að sjá og heyra en að íbúar á viðkomandi stöðum hafi fagnað dagsskránni.
Gleðilegt sumar
