Fara í efni
26.04.2020 Fréttir

Starf kennsluráðgjafa

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa grunnskóla í 70% starf. 

Deildu

Kennsluráðgjafi starfar sem sérfræðingur á vegum skólaskrifstofu og sinnir hlutverki ráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hann sinnir ráðgjöf til skólaskrifstofu, kennara og stjórnenda varðandi nemendur, skipulag og kennslu. Þá sér hann um skimanir, eftirfylgd og skráningu ýmissa mála.

Helstu verkefni:

  • Situr fundi skólaskrifstofu, nemendaverndarráðsfundi í GRV, lausnateymi GRV, fundar með kennurum, stuðningsfulltrúum og stjórnendum eftir þörfum og situr teymisfundi vegna nemenda eftir þörfum.
  • Er í ráðgjafateymi stoðþjónustu og sinnir verkefnum sem teymið felur honum.
  • Innheimtir og fer yfir einstaklingsnámskrár nemenda.
  • Veitir kennurum aðstoð og ráðgjöf við að aðlaga nám einstaka nemenda.
  • Er kennurum og stuðningsfulltrúum til faglegs ráðuneytis varðandi skipulag á kennslu nemenda og er sérstök áhersla á nýtingu tækni í skólastarfi.
  • Skipuleggur og framkvæmir skimanir í árgöngum og vinnur að úrræðum í samvinnu við deildarstjóra skóla.
  • Hefur yfirsýn og heldur skráningu um alla þá þjónustu sem nemendur með sérþarfir njóta innan GRV.
  • Önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starfssvið hans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi.

· Framhaldsnám á sviði kennslu- og menntunarfræða.

· Menntun og/eða reynsla á sviði upplýsingatækni og miðlunar er kostur.

· Logos- og Talnalykilsréttindi er kostur.

· Samskipta- og samstarfshæfni.

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

· Skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður.

· Góð tölvukunnátta.

· Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Umsókn sendist á drifagunn@vestmannaeyjar.is merkt „Kennsluráðgjafi grunnskóla“. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf til kennslu auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi í síma 488-2000

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.