Fara í efni
22.04.2020 Fréttir

Leikvellir í íbúðahverfum

Á 244. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs þann 21. apríl sl. var rætt um leikvelli í íbúðahverfum og áætlun um endurbætur og uppbyggingu á þeim. 

Deildu

Stefnt verður að því að leikvellir í íbúðahverfum og á opnum svæðum og við stofnanir bæjarins verði samtals 15. Áherslan verður á barnvænt umhverfi, gott og traust undirlag, viðhaldsgóðum leiktækjum og snyrtilegt nærumhverfi þar sem hugað verður að lýsingu, gróðri, hellulögn, bekkjum og ruslafötum. Markmiðið sveitarfélagsins er að fara í endurbætur og uppbyggingu á þessum leikvöllum á næstu árum. Í sumar verður stefnt að því að lagfæra leikvellina við Dverghamar og Búastaðabraut og er tími og fjármagn leyfir að huga að uppbyggingu á nýjum leikvelli við Illugagötu. Sjá meðfylgjandi skýrslu. (Myndin er dæmi um hvernig leikvöllur gæti litið út)