Fara í efni
05.05.2020 Fréttir

Stuðningsþjónusta/ heimaþjónusta

Nú hefur Kolbrún Anna Rúnarsdóttir tekið við stöðu deildarstjóra í stuðningsþjónustu/heimaþjónustu Vestmannaeyjabæjar og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

Deildu

Ásta Halldórsdóttir lætur af störfum á sama tíma og eru henni fluttar kærar þakkir fyrir hennar góða og óeigingjarna framlag í störfum fyrir Vestmannaeyjabæ en Ásta hefur auk þess að starfa sem deildarstjóri í stuðningsþjónustu starfað við aðhlynningu á Hraunbúðum, við tilsjón í félagsþjónustu og sem forstöðukona innan málaflokks fatlaðra einstaklinga.

Kolbrún Anna er með aðstöðu á Hraunbúðum en þar sem enn eru í gangi takmarkanir á heimsóknum þangað inn að þá tekur hún eingöngu á móti erindum í síma og tölvupósti eins og staðan er í dag. Síminn hjá henni er 488 2607 og netfangið kolla@vestmannaeyjar.is