Ráðið hefur verið í stöðu verkefnastjóra í öldrunarþjónustu
Staða verkefnastjóra í öldrunarþjónustu var auglýst laus til umsóknar í maí sl. Verkefnastjóri í öldrunarþjónustu vinnur með þróun, samhæfingu, eftirlit og sérhæfingu í málaflokki öldrunarmála í samráði við yfirmann og í samræmi við stefnumótun sveitarfélagsins, leiðarljós og markmið fjölskyldu- og fræðslusviðs.


























