Eitt þessara verkefna var Eldvarnaátakið 2020 þar sem til stóð að við færum í heimsókn til 3. bekkjar Hamarsskóla í nóv/des og fræddum þau um eldvarnir. Ekkert varð af heimsókninni í haust en þau fengu engu að síður öll litla gjöf frá slökkviliðinu, verkefni og getraun sem þau svo skiluðu inn. Í dag var svo loksins tækifærið notað til að hittast þegar krakkarnir komu í heimsókn á slökkvistöðina, fengu létta yfirferð um eldvarnir og hættur á heimilum, skoðuðu bíla og búnað og vinningshafi Eldvarnagetraunarinnar 2020 fékk viðurkenningarskjal og verðlaun frá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna.
Vinningshafinn í þetta skiptið heitir Hauður Guðrún og óskum við henni og öllum hinum krökkunum innilega til hamingju með árangurinn og vonumst til þess að þau verði dugleg að við að fylgjast með eldvörnum á sínum heimilum og veita mömmu og pabba gott aðhald í þeim efnumÍ síðustu viku komu svo líka í heimsókn til okkar á stöðina hressir krakkar frá leikskólanum Kirkjugerði og von er á fleiri hópum á næstunni.
Að heimsóknum loknum voru svo allir leystir út með djús og súkkulaðikexi.
Takk öll fyrir komuna, spurningarnar og sögurnar.
Friðrik Páll ArnfinnssonSlökkviliðsstjóri
