Kveikjum neistann: Öflugt fræða- og fagfólk veitir ráðgjöf og stuðning
Hermundur Sigmundsson, Kristín Jónsdóttir, Svava Þ. Hjaltalín, Jón P. Zimsen, Svava Pétursdóttir og Ársæll Árnason eru meðal þeirra fjölmörgu ráðgjafa sem veita kennurum og stjórnendum GRV stuðning og ráðgjöf vegna verkefnisins Kveikjum neistann. Þau mættu til Eyja þann 7. júní sl. og tóku þátt í starfsdegi GRV.



























