Fara í efni
14.06.2021 Fréttir

Netnótan 2021

Tónlistarskóli Vestmannaeyja tók þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla, sem haldin var með óvenjulegu sniði þetta árið. 

Deildu
Tónlistaskóli Tónó

Reyndar var um að ræða Nótuna 2020 sem staðið hafði til að halda í Hörpu og var ráðgert að Tónlistarskólinn yrði með atriði þar. Vegna samkomutakmarkana þurfti að breyta um áætlun og ákveðið var í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 að þátttaka í Nótunni yrði í formi 4 mínútna myndefnis sem hver skóli sendi inn og úr því yrðu settir saman þrír hálftíma þættir á N4 þar sem brot af innsendu efni yrði notað frá hverjum skóla.

Fyrsti þátturinn var sýndur sunnudaginn 13.júní og er í sýningu núna. Þar má finna brot frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja.

Hér má sjá stiklu Tónlistarskóla Vestmannaeyja í heild, eins og hún var send inn.

https://youtu.be/-H1AogaZBOk

Einnig er hér linkur á fésbókarsíðu Nótunnar.

https://www.facebook.com/NetNotan2021