Í ár varð fyrir valinu fyrirlestur frá SJÚK ÁST sem er forvarnaherferð Stígamóta um samskipti og sambönd, með það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi í nánum samböndum ungmenna.
Átakið er byggt á þekkingu Stígamóta úr einstaklingsviðtölum við fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Frekari upplýsingar um fyrirlesturinn og herferðina er hægt að finna inná sjukast.is
Það var hún Heba Rún Þórðardóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sem flutti fyrirlesturinn fyrir krakkana.
