Fara í efni
22.06.2021 Fréttir

Heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Vestmannaeyja

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt föruneyti úr forsætisráðuneytinu, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. 

Deildu

Forsætisráðherra átti hádegisverðarfund með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Auk þess heimsótti hún Þekkingarsetur Vestmannaeyja og kynnti sér starfsemi setursins, sérstaklega hvalarannsóknarverkefni Dr. Filipa Samarra, starfsemi Náttúrustofu Suðurlands, starfsemi Sea Life Trust og starfsemi Visku, símenntunarstöðvar. Jafnframt heimsótti forsætisráðherra Sjóvarmadælustöðina í Vestmannaeyjum og fékk leiðsögn frá Guðmundi Gíslasyni, sérfræðingi hjá HS-veitum. Þá undirrituðu forsætisráðherra og Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum, styrkveitingu til verkefnis um kynjaða tölfræði þegar kemur að málarekstri í stjórnsýslu. Loks fékk ráðherra fræðslu um Herjólf frá skiptstjóra og áhöfn ferjunnar á leið sinni frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja.