- Allir krakkar á skólaaldri fá afhentan lestrarhest í skólanum sem má nýta í sumarlestur Bókasafnsins. Einnig má nálgast lestrarhest á Bókasafninu. Öllum krökkum í Eyjum er boðið að taka þátt og það kostar ekkert! Hægt er að skrá sig í sumarlesturinn í allt sumar.
- Til að taka þátt í sumarlestrinum þarf að mæta á safnið, skrá sig og taka bók. Þegar bókinni er skilað fyllir lesandinn út miða og límir á „Lagarfljótsorminn“ sem verður búinn til framan á afgreiðsluborðið á safninu. Þegar það er búið má taka aðra bók og svona gengur það út sumarið.
- Í lok hvers mánaðar munum við draga vinningshafa úr útfylltum miðum.
- Við stefnum á að vera með tröllagleði í lok sumars ef Covid leyfir, það verður auglýst síðar.
Tröllastrákurinn Þorsteinn Glúmur hlakkar til að sjá ykkur á bókasafninu í sumar!
