Fara í efni

Fréttir

20.12.2019

Útboð Slökkvistöð Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í að byggja slökkvistöð sem er viðbygging við Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja að Heiðarvegi 14.
 
 
 
Fréttir
20.12.2019

Útboð Slökkvistöð Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í að byggja slökkvistöð sem er viðbygging við Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja að Heiðarvegi 14.
 
 
 
Fréttir
12.12.2019

Hrefna Díana í Einarsstofu -- Þrettándinn í máli og myndum

Þessa dagana eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir að leggja lokahönd á heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem verður frumsýnd núna 27. desember næstkomandi. 
Fréttir
11.12.2019

Einarsstofa - Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959. Þær verða sýndar ásamt fleiri myndum sem tengjast samgöngum á sjó í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag þegar sextíu ár verða frá komu skipsins.
Fréttir
08.12.2019

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1553. fundur

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1553. fundur

Bæjarstjórnar Vestmannaeyja

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

5. desember 2019 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson forseti, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir   aðalmaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður og Helga Jóhanna Harðardóttir 1. varamaður.

 

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir vék af fundi eftir 10. dagskrárlið kl. 21:25. Hrefna Jónsdóttir, varabæjarfulltrúi, kom í hennar stað.

 

Fundargerð ritaði:  Angantýr Einarsson, framkvæmdarstjóri

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fjárhagsáætlun 2020 - 201909065

 

- SEINNI UMRÆÐA -

   
 

Niðurstaða

 

Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2020 frá fyrri umræðu. Við umræðu um málið tóku einnig til máls: Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elís Jónsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Bókun
Bæjarsjóður Vestmannaeyja stendur traustum fótum, hvort heldur litið er til reksturs, eigna eða skulda. Við rekstur sveitarfélagsins á næsta ári verður áhersla lögð á ábyrg fjármál og hagkvæman rekstur, en ekki síður að veita góða þjónustu. Jafnframt er þess gætt að sýna hófsemi í álagningu skatta og opinberra gjalda. Eins og fram kom í erindi bæjarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020, var ákveðið að hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði yrði lækkað úr 0,33% í 0,291% og á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,55%. Þetta er gert til að mæta þeim hækkunum sem orðið hafa á fasteignamati milli 2019 og 2020 þannig að álögur á íbúaeigendur og eigendur fyrirtækja hækki ekki á milli ára. Þá var ákveðið að gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyja (þ.e. aðalsjóðs) hækki ekki milli ára, þ.m.t. leikskólagjöld, gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, matarskostnaður fyrir börn í grunn- og leikskólum, dagvistargjöld og úttektargjöld. Þessar ákvarðanir eru í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda þar sem m.a. er kveðið á um lægri skatta og lægri opinberar álögur til að auka kaupmátt og kjarabætur lágtekjuhópa.

Í fjárhagsáætlun er sömuleiðis gripið til margháttaðra aðgerða til að bæta þjónustu við unga jafnt sem aldna í sveitarfélaginu. Má þar nefna hækkun á frístundastyrk í 35.000 kr.; aukið fjármagn í stoðþjónustu leik- og grunnskóla; áherslu á snemmtæka íhlutun og tölvu og upplýsingamál; heilsueflingu eldri borgara og átak í aðgengismálum; Allt þetta miðar að því að bæta lífsgæði og auka ánægju íbúa í Vestmannaeyjum og að nýta tekjur sveitarfélagsins á ábyrgan og skilvirkan hátt til þjónustu við bæjarbúa.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Helga Jóhanna Harðardóttir) (sign)

Bókun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja framlagða fjárhagsáætlun og lýsa yfir ánægju m.a. með að komið hafi verið í veg fyrir verulega hækkandi fasteignagjöld á einstaklinga vegna hækkunar fasteignamats og dregið úr hækkandi fasteignagjöldum á atvinnustarfsemi ásamt því að tekin hefur verið ákvörðun um að ráðast í viðbyggingu við Hamarskóla sem mun sameina undir eitt þak starfsemi hans, frístundaversins og Tónlistarskólans og þannig auka rekstrarhagræðingu og bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Hins vegar gera bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við eftirfarandi þætti:

1) Í niðurstöðu fjárhagsáætlunar ársins 2020 gefur að líta minnsta rekstrarafgang A hluta sveitarsjóðs til fjölda ára eða allt frá því áður en Sjálfstæðisflokkurinn tók við rekstri sveitarfélagsins. Lítill rekstrarafgangur af sveitarsjóði skýrist fyrst og fremst af verulegri þenslu í rekstri án nokkurrar hagræðingar eða aðgerða til að sporna við vaxandi útgjöldum á borð við nýjum stöðugildum og fjölda kostnaðarsamra úttekta, svo dæmi séu tekin.
2) Tekjur sveitarfélagsins duga ekki fyrir gjöldum þess í A hluta og ef ekki væri fyrir fjármagnstekjur sveitarfélagsins sem er ávöxtur öflugrar fjármálastjórnunar sveitarfélagsins í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yrði niðurstaða fjárhagsáætlunar neikvæð. Þannig er forsenda þjónustuaukningar byggð á þeim sjóðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur eytt mikilli vinnu í að byggja upp. Það er mun auðveldara að eyða fé en að afla þess.
3) Gengið er á handbært fé sveitarfélagsins um 130 milljónir króna til að halda uppi framkvæmdahraða í sveitarfélaginu.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Bókun
Bæjarfulltrúar E- og H- lista sjá sig knúna til þess að bregðast við bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir fyrri umræður fjárhagsáætlunar var bæjarstjórn með vinnufund þar sem allar stórframkvæmdir sveitarfélagsins voru ákveðnar. Tekin var meðvituð ákvörðun um að ganga á handbært fé sveitarfélagsins vegna þess að ekki hefur tekist að framkvæma það sem átti að framkvæma á árunum 2018 og 2019. Allir bæjarfulltrúar voru sammála um þessa nálgun.

Tekjur A-hluta duga fyrir gjöldum, framlög til A og B hluta fyrirtækja upp á 192 milljónir eru inni í rekstri A hluta sem gera það að verkum að rekstrarniðurstaðan er lægri. Rekstrarframlög hafa verið bókuð inn á A hluta frá árinu 2017, áður var B hlutinn rekinn með tapi og það lækkaði afkomu samstæðunnar. Því er rangt sem kemur fram í bókun hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að áætlun hafi aldrei verið lögð fram með minni afgangi. Fram til ársins 2017 var fjárhagsáætlun öðruvísi uppsett, þá voru ákveðin B hluta fyrirtæki sveitarfélagsins látin skila tapi í fjárhagsáætlun en í dag fá þau rekstrarframlög frá A hluta.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign)

Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2020:

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2020:
Tekjur alls 4.129.936.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði 4.214.648.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð 43.797.000
Veltufé frá rekstri 500.509.000
Afborganir langtímalána 22.540.000
Handbært fé í árslok 568.720.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2020:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður 83.320.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður 32.182.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, hagnaður 0
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu 0
Rekstrarniðurstaða Hraunbúðir 0
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands,hagn. 5.372.000
Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf. tap -11.831.000
Veltufé frá rekstri 233.159.000
Afborganir langtímalána 13.089.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2020:
Tekjur alls 6.618.967.000
Gjöld alls 6.591.472.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð 152.840.000
Veltufé frá rekstri 733.668.000
Afborganir langtímalána 35.629.000
Handbært fé í árslok 568.720.000

Fjárhagsáætlun 2020 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

2.

Þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 - 201910135

 

- SEINNI UMRÆÐA -

   
 

Niðurstaða

 

Íris Róbertsdóttir greindi frá þriggja ára fjárhagsáætlun 2021 til 2023.

Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2021 - 2023 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Helga Kristín Kolbeins gerði grein fyrir atkvæði sínu.

     

3.

Breyting á varabæjarfulltrúa - 201811023

 

Lagt er til við yfirkjörstjórn að Kristín Hartmannsdóttir, Bröttugötu 2 verði skipuð varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir H-lista í stað Guðmundar Þórðar Ásgeirssonar sem flutt hefur lögheimili úr sveitarfélaginu skv. 22. grein bæjarmálasamþykkt.

   
 

Niðurstaða

 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

4.

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 44.gr samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 201906110

   
 

Niðurstaða

 

Sigurhanna Friðþórsdóttir skipuð aðalmaður í Heilbrigðisnefnd Suðurlands í stað Styrmis Sigurðarsonar.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Ákveðið var að fresta umræðu um skipun fulltrúa í byggingarnefnd um Hamarskóla til næsta bæjarstjórnarfundar.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

5.

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 241 - 201910012F

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

     

6.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 237 - 201911002F

 

Liður 3, Málefni fatlaðs fólks liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-6 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 3, Málefni fatlaðs fólks tóku til máls: Helga Jóhanna Harðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun
Meirihluti E- og H- lista telur mikilvægt að hugað sé að aðgengi fyrir alla í Vestmannaeyjabæ. Með það að leiðarljósi hefur verið hrint af stað átaki þar sem farið verður yfir götukanta og gangbrautir í miðbænum. Meirihlutinn vill hvetja fólk til þess að koma með ábendingar um það sem betur má fara hjá bæjarfélaginu í aðgengismálum. Aðgengi að tímabundnu húsnæði bæjarskrifstofanna er ekki til fyrirmyndar og unnið er að því að koma skrifstofunum á nýjan stað með betra aðgengi. Meirihlutinn tekur undir með Fjölskyldu- og tómstundaráði þegar ráðið hvetur fyrirtæki í bænum til þess að skoða aðgengi hjá sér og bæta ef þess þarf.
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)

Bókun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Nauðsynlegt er að horfa til þess í öllum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Liður 3, Málefni fatlaðs fólks var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Liðir 1-2 og 4-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

7.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3112 - 201911004F

 

Liðir 1 - 9 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

8.

Fræðsluráð - 323 - 201911003F

 

Liður 9,Umhverfis Suðurland liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 9, Umhverfis Suðurland tók til máls: Helga Kristín Kolbeins

Liður 9, Umhverfis Suðurland var samþykktur með sjö samhljóma atkvæðum.

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

9.

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3113 - 201911007F

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

10.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 315 - 201911006F

 

Liður 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Flugvöll liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna I-1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 4, Heiðarvegur 14. Umsókn um byggingarleyfi -slökkvistöð- liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 5 og 7-15 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut tóku til máls: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Bókun
Afgreiðsla þessa máls hjá meirihluta ráðsins vekur furðu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vestmannaeyjabæ hafa borist ítarlegar athugasemdir frá hagsmunaaðilum við upphaflega auglýst byggingarmagn. Með þessari ákvörðun er verið að samþykkja að vinna nýja tillögu sem mun fela í sér mun meira byggingarmagn og stækkun sem mun hafa áhrif á ásýnd miðbæjarjaðarins. Til samanburðar þá er hæð stóra sals íþróttamiðstöðvarinnar um 11m en umrædd bygging er áætlað að verði 9,5 m há.
Þessi framganga meirihluta ráðsins ber vitnisburð um að enn á ný sé lítil virðing borin fyrir fjármunum sveitarfélagsins en mikil vinna og kostnaður sem telur fleiri milljónir liggur á bak við það deiliskipulag sem nú er vísað frá og hefja á vinnu við að nýju.

Sú ákvörðun verður að telja líklegt að muni fela í sér enn harðari mótmæli og óánægju hagsmunaaðila sem nú þegar hafa sent inn athugasemdir vegna fyrra skipulags. Auk þess er um að ræða viðkvæmt svæði sem miklar deilur hafa staðið um og ólíklegt að ákvörðun sem þessi sé líkleg til lausnar þeirra. Mun eðlilegra er að úthluta því byggingarmagni sem verið er að óska eftir við nýtt iðnaðarsvæði sem búið er að samþykkja að rísi við flugvöllinn.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Bókun
Meirihluti E- og H- lista vill bregðast við óskum lóðarhafa enda um að ræða stækkun á byggingareit innan lóðarmarka lóðarhafa með því að setja málið í ferli.
Í framhaldinu verður farið í hefðbundið deiliskipulagsferli og felst það í því að auglýsa aftur.
Meirihluti E- og H-lista telur mikilvægt að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að öll fyrirtæki geti dafnað vel í okkar samfélagi og hafi tök á því að stækka. Mikil þörf er á því að efla uppbyggingu í atvinnulífinu.
Jóna Sigríður Guðmundsóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign)

Liður 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut var samþykktur með fjórum atkvæðum E og H lista gegn þremur atkvæðum D lista.

Við umræðu um lið 2, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við flugvöll tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsóttir, Trausti Hjaltason og Helga Kristín Kolbeins.

Bókun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að nýtt athafnasvæði sé í vinnslu líkt og aðalskipulag gerði ráð fyrir, enda mikilvægt að geta boðið upp á lóðir fyrir atvinnustarfsemi. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ákjósanlegast fyrir ásýnd svæðisins í heild sinni að fyrst verði úthlutað lóðum austanmegin á svæðinu og þar af leiðandi er eðlilegt að það svæði verði deiliskipulagt sem fyrst til að tryggja samfellu í byggð.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðarsdóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Bókun
Meirihluti E- og H- lista telur sérstakt vinnulag af hálfu minnihlutans D-lista að koma með athugasemdir þegar búið er að vinna að verkinu í níu mánuði. Mikilvægt er að hafa í huga að á þessum rúmum níu mánuðum er mikil vinna að baki sem er dýrmæt og kostnaðarsöm.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 11. mars var skilningur starfsmanna um ferlið sá sami og fulltrúa meirihluta E- og H- lista og því hvernig unnið yrði áfram með málið þ.e. að áfangaskipta deiliskipulaginu og byrja vestan megin.
Á bæjarstjórnarfundi þann 28. mars samþykkti bæjarstjórn að senda skipulagslýsingu til umsagnar.
Hvorki komu athugasemdir frá minnihluta í umhverfis- og skipulagsráði né minnihluta í bæjarstjórn.
Nú leggur minnihlutinn til að farið verði í vinnu við deiliskipulag líka austan megin en ástæðan fyrir því að ákveðið var að áfangaskipta deiliskipulaginu var m.a. vegna mikils kostnaðar við að deiliskipuleggja allt svæðið í einu.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign)

Bókun
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu hafa komið á framfæri ábendingum með þeim áherslum sem um ræðir í tvígang á fundum ráðsins og ættu því þessar áherslur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki að koma meirihluta H- og E-lista á óvart.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðarsdóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Liður 2, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við flugvöll var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3, Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna I-1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Við umræðu um lið 4, Heiðarvegur 14. Umsókn um byggingarleyfi - slökkvistöð- tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir og Elís Jónsson.

Bókun
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð talið það rétt skref að stöðin rísi á þeim stað sem henni hefur nú verið fundinn staður við Heiðarveg, eftir að meirihlutinn hafði áður ákveðið aðra staðsetningu við Malarvöllinn. Sátt um svona stórt og viðamikið heillaskref er mikilvægt og því vel hægt að gleðjast fyrir því framfaraskrefi sem tekið er hér varðandi híbýli Slökkviliðs Vestmannaeyja. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna niðurstöðunni líkt og áður sem tryggir verulega bættan húsakost Slökkviliðsins á ásættanlegum framkvæmdatíma, samlegðaráhrif slökkvistöðvar og þjónustumiðstöðvar, rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki ásamt því að lágmarksröskun verður á skipulagsreitum sveitarfélagsins.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðarsdóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)

Bókun
Meirihluti E- og H- lista fagnar því að hér sé verið að samþykkja byggingaleyfi fyrir slökkvistöð enda löngu tímabært að koma þessu ferli af stað.
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Helga Jóhanna Harðardóttir (sign)

Liður 4, Heiðarvegur 14. Umsókn um byggingarleyfi - slökkvistöð- var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6, Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 5 og 7-15 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

     

11.

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 238 - 201911011F

 

Liður 3, Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

   
 

Niðurstaða

 

Við umræðu um lið 3, Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Elís Jónsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Bókun
Í ljósi þess að mikil vinna fulltrúa í þessum hóp hefur farið í að greina og kortleggja störf íþróttafélaga í Vestmannaeyjum, umfang þeirra og þarfir er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar fái einhver gögn í hendurnar. Því óska bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir fundargerðum úr þessari vinnu enda er hún yfirgripsmikil og virðist eiga að liggja til grundvallar fjárútláta sveitarfélagsins án þess að það hafi verið skilgreint hlutverk hennar í upphafi samkvæmt skipan fjölskyldu- og tómstundaráðs. Ákjósanlegast hefði verið að vinna umrædds starfshóps hefði verið lokið fyrir vinnu við fjárhagsáætlun líkt og til stóð þar sem væri hægt að taka tillit til niðurstaðna hópsins.
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)

Bókun
Meirihluti E- og H- lista lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem hefur farið fram. Mikilvægt er að kortleggja uppsafnaða þörf en kröfur um bætta aðstöðu á aðildafélög ÍBV hérðassambands eru reglulega að aukast. Vísbendingar eru jafnframt um að rekstur sumra félaga sé þungur.
Meirihlutinn hefur væntingar um að niðurstöður íþr&oacu

Fréttir
06.12.2019

Ljósopið - Handbolti , fótbolti, brim, björgin og fjaran

Ingi Tómas Björnsson, fyrrum skattsjóri var áberandi á bæði handbolta- og fótboltaleikjum meistaraflokka ÍBV á árunum um og upp úr 1986. 
Fréttir
29.11.2019

Jói Listó sýnir á sér nýja hlið í Einarsstofu á laugardaginn.

Jóhann Jónsson, Jói Listó hefur ekki verið mikið að flagga ljósmyndum sínum þó hann hafi tekið myndir í áratugi. Hann er þekktur fyrir frábærar vatnslitamyndir, hefur myndskreytt leiðbeiningabækur fyrir sjómenn, teiknað frímerki og gert skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Þetta sáum við á frábærri yfirlitssýningu á verkum hans í Einarsstofu fyrr á þessu ári en á laugardaginn kl. 13.00 mætir hann á tófltu sýninguna, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt með dágóðan skammt af ljósmyndum sem verður gaman að sjá.
 
Fréttir
28.11.2019

Loksins - Loksins - Lokastef Safnahelgar á sunnudaginn

Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að  ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki. Ekki alltaf byr þegar von er á  gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. 
Fréttir
27.11.2019

Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Å»ukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. 

Fréttir
22.11.2019

Landakirkja - Lokatónn á glæsilegri afmælishátíð

 „Við erum mjög ánægðir með að afmælisnefndin vilji ljúka formlegri afmælisdagskrá með þessum hætti og það gleður okkur að kirkjan taki þátt í afmælisfögnuðinum,“ sagði Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju um sameiginlega messu kristinna safnaða og tónleika með landsþekktu listafólki í Landakirkju kl. 13.00 á sunnudaginn.

Fréttir
21.11.2019

Einstæðir tónleikar og sameiginleg messa í Landakirkju

 Á sunnudaginn næsta, 24. nóvember nk. verður einstæður viðburður í Landakirkju þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu í Landakirkju. Á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki. Það tekur einnig þátt í messunni ásamt kórum safnaðanna. Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu.

Fréttir
21.11.2019

Endurbygging Skipalyftukants

ÚTBOÐ
 
Vestmannaeyjahöfn
Endurbygging Skipalyftukants 2020
 
Fréttir
20.11.2019

Jói, Bói og Halldór stóðu fyrir sínu

Það var vel mætt á ljósmyndasýninguna á föstudaginn þar sem Jói Myndó, Sigmar Pálmason (Bói Pálma) og Halldór Sveinsson sýndu myndir sínar. Eins og alltaf var sýnt í Einarsstofu og vel mætt. 
Fréttir
20.11.2019

Bræðurnir Egill og Heiðar sýna í Einarsstofu

Nú er komið að elleftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Það eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem sýna í Einarsstofu og nú verða þær á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn.

Fréttir
15.11.2019

Henson - Ljúf sumur hjá ömmu og afa í Eyjum

 Þegar ég var peyi sem flaug með Þristinum til Vestmannaeyja á vorin og til baka þegar halla tók sumri sem tók þrjátíu mínúntur þá flögraði ekki að mér að ég ætti eftir að fara víða um heiminn í tengslum við framleiðslu og viðskipti,“ segir Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson og er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hann er með í jólabókaflóðinu í ár með bók sína, Stöngin út og ætlar að kynna hana í Eldheimum í kvöld, föstudag.

Fréttir
15.11.2019

Fjölbreytt dagskrá Safnahelgar heldur áfram

Föstudagur 15. nóvember

Fréttir
14.11.2019

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt á föstudag:

Bói Pálma, Halldór Sveins og Jói Myndó í Einarsstofu

Fréttir
14.11.2019

Bói Pálma sýnir myndir úr gosinu

Í baráttu við náttúruöflin í sinni grimmustu mynd í Heimaeyjargosinu var Sigmar Pálmason, Bói Pálma einn þeirra sem stóðu í fremstu víglínu. Var í Slökkviliðinu og var oft í hópnum sem fremst fór þegar teflt var á tæpasta vað. Þó verkefnið væri strembið og að mörgu að hyggja var Bói með myndavél á sér og tók myndir af því sem fyrir augu bar.

Fréttir
14.11.2019

Halldór Sveinsson sýnir í Einarsstofu á föstudaginn:

Eitthvað af myndunum eiga eftir að koma á óvart

Fréttir
14.11.2019

Jói Myndó lofar skemmtilegri sýningu

Jóhannes Helgi Jensson, Jói Myndó er yngstur ljósmyndaranna sem taka þátt í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt sem verður í tíunda skiptið í Einarsstofu á föstudaginn klukkan 17.00.
Fréttir
08.11.2019

Eyjamenn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936

Það er tilhlökkunarefni að mæta í Einarsstofu, Safnahúsi á morgun kl. 13:00 þar sem Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima segir frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir 50 Íslendinga, þar af fimm Eyjamenn að koma úr fásinninu á Íslandi til Þýskalands sem þá var í miklum blóma. 

Þeir sem kepptu frá Eyjum voru Sigurður Sigurðsson í hástökki og þrístökki og Karl Vilmundarson í tugþraut. Friðrik Jesson og Jón Ólafsson sýndu glímu og Þorsteinn Einarsson, glímukóngur, methafi í kúluvarpi, formaður íþróttaráðs Vestmannaeyja og síðar íþróttafulltrúi ríkisins var fararstjóri hópsins.

Hörður hefur lagt mikla vinnu í að rekja sögu hópsins og hefur notið góðrar aðstoðar afkomenda Berlínarfaranna sem þarna lifðu sennilega stærsta ævintýri lífs síns. Á eftir fyrirlestri Harðar verður opnuð sýning í Sagnheimum sem á eftir að koma á óvart. Þar er að finna myndir, frásagnir, verðlaunapeninga og margt fleira sem tengist þessum stóra atburði í íþróttasögu Íslands og ekki síður Vestmannaeyja sem áttu tvo af fjórum keppendum á leikunum í frjálsum íþróttum og tvo í hópi glímumanna. 

Það eitt er staðfesting á að íþróttir í Vestmannaeyjum standa á gömlum merg.
 
 
Fréttir
08.11.2019

LV með hátíðartónleika í Hvítasunnukirkjunni

Það verður blásið af meiri krafti en oft áður á árlegum styktartónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni kl. 16:00 í dag. Eru þetta sérstakir hátíðartónleikar og tilefnið er 80 ára afmæli sveitarinnar. 

Saga Lúðrasveitarinnar nær allt aftur til upphafs síðustu aldar og hefur starfað í einhverri mynd að mestu óslitið síðan. Naut þessi fyrsta lúðrasveit mikilla vinsælda og spilaði á flestum útisamkomum, svo sem á Þjóðhátíð, og við önnur hátíðleg tækifæri.

Jarl Sigurgeirsson, sem nú stjórnar sveitinni er í hópi öflugra stjórnenda sveitarinnar. Meðal þeirra eru Hallgrímur Þorsteinsson, Marteinn H. Friðriksson, Oddgeir Kristjánsson, Hjálmar Guðnason og Stefán Sigurjónsson. 

LV leitar víða fanga í tónlistinni og er þekkt fyrir kraft og líflegan tónlistarflutning. Það má því búast við miklu fjöri á afmælistónleikunum í dag kl. 16:00.
 
Fréttir
01.11.2019

Óli Lár og Helgi í Einarsstofu á laugardaginn

Á morgun, laugardag klukkan 13.00 í Einarsstofu sýna Helgi Tórshamar og Ólafur Lárusson á áttundu sýningunni í sýningarrröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.  Helgi er tiltölulega nýbyrjaður að taka myndir af krafti en Óli sem hefur í áratugi tekið myndir af því sem fyrir augu hans ber. 

Fréttir
01.11.2019

Persónuverndaryfirlýsing Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu unnið að innleiðingu persónuverndarlaga í samráði við DattacaLabs ehf
Fréttir
31.10.2019

Óli Lár og Helgi í Einarsstofu á laugardaginn:

Lífshlaup mitt með myndavélina

Fréttir
29.10.2019

Fundarboð Bæjarstjórn - 1552

 

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1552

 

FUNDARBOÐ

 

1552. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

31. október 2019 og hefst hann kl. 18:00

 

 

 

Dagskrá:

1.

201909065 - Fjárhagsáætlun 2020

     

2.

201910135 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023

     
     


Fundargerðir til staðfestingar

3.

201909012F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 312

 

Liður 8, Heimaklettur.Raforkustöð liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-7 og 9 liggja fyrir til staðfestingar.

     

4.

201909013F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3109

 

Liður 2, Náttúrugripir í Sæheimum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 8, Fundir bæjarstjórnar Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 9, Formlegar fyrirspurnir bæjarfulltrúa til bæjarstjóra liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 3-7 liggja fyrir til staðfestingar.

     

5.

201910003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 235

 

Liður 3, Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 5, Flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurnýjun á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.

     

6.

201910002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 313

 

Liður 2, Hásteinsstúka. Umsókn um byggingarleyfi-búningsklefar liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Gerðisbraut 3. Umsókn um byggingarleyfi-einbýlishús liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 og 4-7 liggja fyrir til staðfestingar.

     

7.

201910006F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3110

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

     

8.

201910001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 240

 

Liður 4, Veðurathuganir á Eiði liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

     

9.

201910009F - Fræðsluráð - 322

 

Liður 4, Þróunarsjóður leik- og grunnskóla liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

10.

201910011F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 236

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

11.

201910010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 314

 

Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar.

     

12.

201910015F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3111

 

Liður 3, Samningur um kennslu og íþróttafræði Háskóla Reykjavíkur í Vestmannaeyjum liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

 

Almenn erindi

 

13.

201212068 - Umræða um samgöngumál

     

14.

201810114 - Umræða um heilbrigðismál

     

15.

201910156 - Hamarskóli - nýbygging

     

16.

201909001 - Atvinnumál

     

17.

201909118 - Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar

 

 

 

 

 

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fréttir
25.10.2019

Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn

Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn
Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin. Eins og áður byrjar sýningin kl.13. í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.
 
Fréttir
24.10.2019

Starfsmann vantar í Frístundaverið Þórsheimilinu

Frístundaverið í Þórsheimilinu óskar eftir starfsmanni í 37,5 % starf. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum frá 13:00 – 16:00. Starfstímabil er frá upphafi og til loka skólaárs.

Frístund er starfrækt eftir hádegi alla virka skóla daga frá því að skóla lýkur til 16:30. 

Fréttir
17.10.2019

Í gegnum ljósopið mitt - Pétur Steingríms:

Heimaklettur, fólk, rollur og lífið í úteyjum

Fréttir