Þjónustuíbúðir eru ætlaðar þeim einstaklingum sem þurfa meiri stuðning og aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir rými á stofnun. Grundvallarþættir mats fyrir þörf á þjónustuíbúð eru líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Að auki greiða leigjendur fyrir þjónustupakka, sem m.a. felur í sér öryggiskerfi og dagþjónustu frá Hraunbúðum.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar á Rauðagerði.
Ef aðstæður eru breyttar frá fyrri umsókn er æskilegt að láta vita um það.
Umsóknarfrestur er til 13. mars nk.
Nánari upplýsingar í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.