Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og fræðslusvið í samstarfi við skóla.
Áhersluþættir sjóðsins 2020-2021;
- Framsæknir kennsluhættir sem m.a. auka fjölbreytni í kennslu sem byggir á nýtingu tækni, teymiskennslu og þemanámi.- Samstarf skóla og skólastiga.- Lesskilningur.- Íslenska sem annað mál.- Umhverfisvitund barna.
Athugið að hægt er sækja um styrki sem tengjast öðrum áherslum en þeim sem sjóðurinn setur fram en áhersluþættir sjóðsins hafa forgang.
Sótt er um rafrænt á íbúagátt og verður umsóknum svarað fyrir 31. mars 2020
Nánari upplýsingar veitir Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, sími 488-2000, netfang:drifagunn@vestmannaeyjar.is
Umsókn um styrk úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla – rafræn umsókn í íbúagátt (linkur)
