Fara í efni
05.03.2020 Fréttir

Deildarstjóri hjúkrunar á Hraunbúðum

Starf deildarstjóra hjúkrunar á Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar.

Deildu

Starfshlutfall er 70%, þar af 50% dagvaktir og 20% kvöld eða helgarvaktir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Vinnur í nánu samstarfi við hjúkrunarforstjóra og hefur umsjón með heimilinu og ber ábyrgð á starfsemi í fjarveru hans

Skipuleggur störf starfsfólks í samræmi við hjúkrunarþarfir heimilismanna

Metur veitta umönnun í samráði við hjúkrunarfræðinga á deild

Aðstoð við vaktaskýrslur, utanumhald á Vinnustund og skipulagningu orlofs starfsmanna með hjúkrunarforstjóra

Skipuleggur og tekur þátt í fjölskyldufundum og viðheldur jákvæðum samskiptum

Tekur ábyrgð á RAI mati með hjúkrunarforstjóra og fylgist með niðurstöðum gæðastaðla og vinnur að úrbótum með hjúkrunarforstjóra

Hæfniskröfur:

Íslenskt hjúkrunarleyfi

Sjálfstæði í starfi

Reynsla af starfsmannahaldi er kostur

Skipulagning, áreiðanleiki og faglegur metnaður

Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun eru greidd samkvæmt sambandi íslenskra sveitarfélaga og félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k. Umsókn ásamt ferilskrá og greinargerð um hæfni til starfsins skal skilað inn á postur@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Nánari upplýsingar veitir Una Sigríður Ásmundsdóttir hjúkrunarforstjóri Hraunbúða í síma 488 2600 eða á netfangið una@vestmannaeyjar.is