Katarzyna með sína sýn á Vestmannaeyjar
Hún heitir Katarzyna Żukow-Tapioles og tekur þátt í tólftu sýningunni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu á laugardaginn klukkan 13.00.

Hún heitir Katarzyna Żukow-Tapioles og tekur þátt í tólftu sýningunni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu á laugardaginn klukkan 13.00.
Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki. Ekki alltaf byr þegar von er á gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum.
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga.

Í dag þriðjudaginn 26. nóv verður gangurinn sem nú er gengið í gegnum til að komst í sundlaugina lokað.
Það er mikil eftirvænting hjá fólki vegna tónleikanna og sameiginlegu messunnar í Landakirkju kl. 15.00 á morgun, sunnudag. Er um einstakan viðburð að ræða, þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu. Ekki síður það, að á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki, Eyjamanninum og stórtenórnum Gissuri Páli og söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor.

Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum.

Hraunbúðir
Eins og áður hefur verið tilkynnt um var tekin sú ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum tímabundið fyrir heimsóknum gesta og utanaðkomandi
nema nauðsyn beri til. Við þökkum þann skilning sem okkur hefur verið sýndur vegna þessarar þungbæru ákvörðunar sem tekin var með heilsu og velferð íbúa í forgrunni. Síminn á Hraunbúðum er 488 2600 og vaktsími hjúkrunarfræðinga 893 1384

„Við erum mjög ánægðir með að afmælisnefndin vilji ljúka formlegri afmælisdagskrá með þessum hætti og það gleður okkur að kirkjan taki þátt í afmælisfögnuðinum,“ sagði Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju um sameiginlega messu kristinna safnaða og tónleika með landsþekktu listafólki í Landakirkju kl. 13.00 á sunnudaginn.

Eftir að hafa metið stöðuna með sóttvarnalækni Suðurlands á föstudaginn sl. var tekin ákvörðun um að fresta árshátíð Vestmannaeyjabæjar sem vera átti 14. mars nk.

Þessa dagana eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir að leggja lokahönd á heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem verður frumsýnd núna 27. desember næstkomandi.

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959.
Óskum eftir starfsfólki af báðum kynjum í félagslega liðveislu.

Auglýst er eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun í tvær 100% stöður deildarstjóra í Víkinni 5 ára deild, GRV.

Aðildarfélög BSRB hafa boðað til verkfallsaðgerða á næstu dögum og vikum. Annars vegar munu félagsmenn BSRB leggja niður störf á fyrirfram tilgreindum tíma, einn til tvo daga í senn. Hins vegar er ótímabundið verkfall sem boðað er frá og með 15. apríl 2020 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í að byggja slökkvistöð sem er viðbygging við Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja að Heiðarvegi 14.

Á morgun klukkan 13.00 verður í Sagnheimum fyrirlestur Baldvins Harðarsonar þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og venjum og hefðum í kringum þær. Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók.

Frá og með 1. janúar 2020 verður allt ferli vegna umsókna um byggingarleyfi rafrænt hjá Vestmannaeyjabæ.
Fjölskyldu-og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar auglýsir 80 - 100 % stöðu deildarstjóra í stuðningsþjónustu.

Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn fengu í dag Græna ljósið frá Orkusölunni sem staðfestir og vottar að sveitarfélagið og höfnin nota í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.

Nú á næstu vikum verður farið að laga gangstéttar og lagnir á Boðaslóðinni.


Vestmannaeyjabær auglýsir starf mannauðsstjóra bæjarins laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst á nýju ári.

Auglýst er eftir þroskaþjálfa eða öðrum með háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi, þroskaþjálfamenntun er kostur. Um er að ræða afleysingarstarf til 12 mánaða og er starfshlutfallið 80%.

Staða náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% afleysingastöðu til eins árs.
Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2020 eru einungis sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja. Aðrir fá álagningarseðilinn birtan rafrænt á island.is, er hann kominn þar inn.

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð
