Fara í efni
06.03.2020 Fréttir

Mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir starf mannauðsstjóra bæjarins laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst á nýju ári. 

Deildu

Mannauðsstjóri hefur umsjón með stefnumótun og stjórnun mannauðssmála í samvinnu við bæjarstjóra og framkvæmdastjóra sviðanna.

Helstu verkefni:

- Stefnumótun og markmiðssetning í mannauðsmálum

- Umsjón með mannauðs- og vinnuverndarmálum

- Umsjón með jafnlaunakerfi og jafnlaunagreiningum

- Ábyrgð persónuverndarmála

- Umsjón, gerð og eftirfylgni reglna, ákvarðana og ferla um starfsmannamál

- Umsjón með skipulagi fræðslu og starfsmannasamtala

- Gerð og eftirfylgni starfsmannahandbókar

- Stuðningur og fræðsla til framkvæmdastjóra og forstöðumanna bæjarins um mannauðsmál og persónuverndarmál

- Eftirlit með mannauðsupplýsingum og skráningu upplýsinga í mannauðskerfi

- Umsjón með þjónustu á sviði mannauðsmála til stjórnenda og starfsmanna

- Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. um starfslíðan starfsmanna

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem í lögfræði, stjórnun eða mannauðsfræðum

- Víðtæk reynsla og þekking á mannauðsmálum og stefnumótun

- Reynsla og þekking af persónuvernd eða opinberri stjórnsýslu er æskileg

- Stjórnunarreynsla eða reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.

- Reynsla af stefnumótun og teymisstarfi er æskileg.

- Góð málakunnátta og færni til að setja fram mál í ræðu og riti

- Kunnátta og færni í Excel og Word

- Samskiptahæfni, jákvæðni og lipurð í mannlegum samsktipum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488-2000 eða á netfangið: jonp@vestmannaeyjar.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal skila til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum og merkja „mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar“. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk.