Árshátíðin verður þess í stað haldin í haust. Eins og fram hefur komið á starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem eru í viðkvæmum hópum að forðast að taka þátt í fjölmennum samkomum. Margir starfsmenn sveitarfélaga eru í þannig störfum. Það er því ábyrg afstaða Vestmannaeyjabæjar að fresta árshátíðinni.
Íris Róbertsdóttir
Bæjarstjóri
