Fara í efni
09.03.2020 Fréttir

Árshátíð Vestmannaeyjabæjar frestað

Eftir að hafa metið stöðuna með sóttvarnalækni Suðurlands á föstudaginn sl. var tekin ákvörðun um að fresta árshátíð Vestmannaeyjabæjar sem vera átti 14. mars nk.

Deildu

Árshátíðin verður þess í stað haldin í haust. Eins og fram hefur komið á starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem eru í viðkvæmum hópum að forðast að taka þátt í fjölmennum samkomum. Margir starfsmenn sveitarfélaga eru í þannig störfum. Það er því ábyrg afstaða Vestmannaeyjabæjar að fresta árshátíðinni.

Íris Róbertsdóttir

Bæjarstjóri