Staðan er laus frá 1. apríl nk. en gert er ráð fyrir aðlögun með núverandi starfsmanni fyrir þann tíma samkvæmt samkomulagi.
Stuðningsþjónusta er veitt skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og markmið hennar er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðning að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til að rjúfa félagslega einangrun. Undir stuðningsþjónustu fellur heimaþjónusta og liðveisla.
Menntunar- og hæfniskröfur
Gerð er krafa um menntun á félags- og/eða heilbrigðissviði, sjúkraliðanám er kostur
Skipulagshæfni og hugmyndaauðgi
Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Góð tölvufærni
Laun eru skv. kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og sambands íslenskra sveitarfélaga
Frekari upplýsingar veitir Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í öldrunarmálum í síma 488 2602 eða á netfangið solrun@vestmannaeyjar.is eða Jón Pétursson framkvæmdarstjóri Fjölskyldu-og fræðslusviðs í síma 488 2000
Umsókn, ferilskrá og greinargerð um hæfni til starfsins óskast send rafrænt á postur@vestmannaeyjar.is merkt „Deildarstjóri í stuðningsþjónustu“.
Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2020