Komi til verkfalla mun það hafa mis mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins allt frá því að starfsemin lokist alveg til lítillar eða engrar skerðingar.
Forstöðumenn þeirra stofnanna þar sem þjónustan skerðist munu senda út tilkynningar með upplýsingum um þær skerðingar sem verða hjá þeim ef til verkfalls kemur.
Starfsemi sem mun alveg leggjast niður í verkfalli:
Frístundaverið
Félagsmiðstöðin
Frístundaverið í Hamarsskóla
Afgreiðsla bæjarskrifstofa
Afgreiðsla tæknideildar
Afgreiðsla skólaskrifstofu og félagsþjónustu
Starfsemi Safnahúss
Starfsemi Eldheima
Starfsemi sem mun skerðast:
Starfsemi leikskólans Kirkjugerðis
Starfsemi Víkurinnar
Starfsemi Íþróttamiðstöðvar (sundlaugin lokuð og skólaleikfimi kennt í Gunnskólanum )
Heimaþjónusta
Þrif, stuðningur, mötuneyti, skrifstofustarf og húsvarsla í GRV og tónlistarskólanum
Hafnarvogin
Hafnarvarsla
Þeir sem eru í undanþágu:
Bæjarstjóri
Framkvæmdastjórar sviða, (3)
Fjármálastjóri
Kerfisstjóri
Launafulltrúi
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Hafnarstarfsmenn (2)
Slökkvistjóri
Rekstur mannvirkja (2)
Ófaglærðir í umönnun Hraunbúðum (8)
Starfsmenn í mötuneyti Hraunbúða (2)
Stuðningsfulltrúar á Sambýlinu (3)
Ath. að verkfallið nær einungis til aðildarfélaga í STAVEY
